Episodes
Thursday Jul 07, 2022
Rapportið - Jón Snorrason
Thursday Jul 07, 2022
Thursday Jul 07, 2022
Jón Snorrason, sérfræðingur í geðhjúkrun, er gestur Rapportsins að þessu sinni. Hann útskrifaðist úr hjúkrunarfræði 1979 og hefur orðið vitni af miklum breytingum í geðhjúkrun síðan þá.
Monday Jul 04, 2022
Rapportið - Sigríður Indriðadóttir
Monday Jul 04, 2022
Monday Jul 04, 2022
Gestur Rapportsins að þessu sinni er Sigríður Indriðadóttir hjá Saga Competence, hún hefur haldið mörg námskeið um meðvirkni á vinnustöðum.
Thursday Jun 23, 2022
Rapportið - Inga Valgerður Kristinsdóttir
Thursday Jun 23, 2022
Thursday Jun 23, 2022
Inga Valgerður Kristinsdóttir er sérfræðingur í heimahjúkrun hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í Rapportinu er rætt við hana um störf hennar og reynslu sem sérfræðingur í hjúkrun.
Friday Jun 10, 2022
Rapportið - Kristín Davíðsdóttir
Friday Jun 10, 2022
Friday Jun 10, 2022
Kristín Davíðsdóttir er teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum. Í Rapportinu er rætt við hana um hjúkrun jaðarsettra einstaklinga í íslensku samfélagi, starfsemi Frú Ragnheiðar og sóknarfæri í skaðaminnkunarúrræðum.
Umsjón: Ari Brynjólfsson
Tuesday May 31, 2022
Rapportið #3 - Dr. Gísli Kort Kristófersson
Tuesday May 31, 2022
Tuesday May 31, 2022
RAPPORTIÐ er hlaðvarp Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga þar sem þáttastjórnendur fá til sín gesti úr röðum hjúkrunarfræðinga sem hafa sögur að segja, bæði úr starfi og einkalífi. Einlægt spjall um fagið, áskoranir og lífið í öllum sínum litum.
Viðmælandi Rapportsins að þessu sinni er Gísli Kort Kristófersson, geðhjúkrunarfræðingur. Hann starfar á Sjúkrahúsinu á Akureyri ásamt því að vera dósent við Háskólann á Akureyri og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Gísli Kort er fæddur árið 1978. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum við Sund 1998, útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá HÍ árið 2004, með meistaragráðu í geðhjúkrun frá Minnesota-háskóla 2008 og doktorsgráðu með áherslu á geðhjúkrun frá sama skóla árið 2012. Hann hefur starfað í geðheilbrigðisþjónustunni frá 2004, bæði á íslenskum og erlendum vettvangi á legudeildum fullorðinna, BUGL, og í þverfaglegum samfélagsteymum og þjónustu.
Friday Mar 11, 2022
Rapportid #2- Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir
Friday Mar 11, 2022
Friday Mar 11, 2022
RAPPORTIÐ er hlaðvarp Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga þar sem þáttastjórnendur fá til sín gesti úr röðum hjúkrunarfræðinga sem hafa sögur að segja, bæði úr starfi og einkalífi. Einlægt spjall um fagið, áskoranir og lífið í öllum sínum litum.
Annar viðmælandi Rapportsins er Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdarstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ragnheiður Ósk leiddi starfsfólk heilsugæslunnar við sýnatökur og að bólusetja nær alla þjóðina. Hún mætti áskorunum sem upp komu í faraldrinum með jákvæðni og elju og segist hafa haft það að leiðarljósi að einblína á það sem heilsugæslan gæti gert, það jákvæða. Ragnheiður Ósk tók við starfi framkvæmdarstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslun höfuðborgarsvæðisins rétt áður en faraldurinn skall á og segir hlustendum hvernig þessi tími hefur verið síðan hún tók við. Hún segir einnig frá áhugamálum sínum, æskuárunum og ástæðunni fyrir því að hún valdi að fara í nám í mannauðsstjórnun.
Þáttinn er að finna á Spotify
Wednesday Feb 16, 2022
Rapportið #1 - Dr. Anna Stefánsdóttir
Wednesday Feb 16, 2022
Wednesday Feb 16, 2022
Fyrsti viðmælandi Rapportsins er Dr. Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi hjúkrunarforstjóri Landspítala. Anna tók við heiðursdoktorsnafnbót við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands á síðasta ári og verður heiðursfyrirlesari á ráðstefnunni Hjúkrun 2022 sem haldin verður í lok mars.
Anna fer yfir víðan völl í viðtalinu og segir meðal annars frá í námsárunum í Skotlandi, hvernig hjúkrun varð ævistarfið og hvers vegna hún ákvað að hætta sem hjúkrunarforstjóri Landspítala eftir að eiginmaður hennar féll skyndilega frá í slysi.
-
Rapportið er hlaðvarp Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þáttastjórnendur fá til sín gesti úr röðum hjúkrunarfræðinga sem hafa sögur að segja af starfinu og einkalífinu. Einlægt spjall um fagið, áskoranir og lífið í öllum sínum litum.
Umsjónarkonur Rapportsins eru Edda Dröfn Daníelsdóttir og Sigríður Elín Ásmundsdóttir.
Spjall um hjúkrun
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga heldur úti áhugaverðu hlaðvarpi þar sem þáttastjórnendur fá til sín gesti úr röðum hjúkrunarfræðinga sem hafa sögur að segja tengdar starfinu og einkalífinu. Einlægt spjall um fagið, áskoranir og lífið í öllum sínum litum.