RAPPORTIÐ er hlaðvarp Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga þar sem þáttastjórnendur fá til sín gesti úr röðum hjúkrunarfræðinga sem hafa sögur að segja, bæði úr starfi og einkalífi. Einlægt spjall um fagið, áskoranir og lífið í öllum sínum litum.
Viðmælandi Rapportsins að þessu sinni er Gísli Kort Kristófersson, geðhjúkrunarfræðingur. Hann starfar á Sjúkrahúsinu á Akureyri ásamt því að vera dósent við Háskólann á Akureyri og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Gísli Kort er fæddur árið 1978. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum við Sund 1998, útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá HÍ árið 2004, með meistaragráðu í geðhjúkrun frá Minnesota-háskóla 2008 og doktorsgráðu með áherslu á geðhjúkrun frá sama skóla árið 2012. Hann hefur starfað í geðheilbrigðisþjónustunni frá 2004, bæði á íslenskum og erlendum vettvangi á legudeildum fullorðinna, BUGL, og í þverfaglegum samfélagsteymum og þjónustu.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.