Fyrsti viðmælandi Rapportsins er Dr. Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi hjúkrunarforstjóri Landspítala. Anna tók við heiðursdoktorsnafnbót við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands á síðasta ári og verður heiðursfyrirlesari á ráðstefnunni Hjúkrun 2022 sem haldin verður í lok mars.
Anna fer yfir víðan völl í viðtalinu og segir meðal annars frá í námsárunum í Skotlandi, hvernig hjúkrun varð ævistarfið og hvers vegna hún ákvað að hætta sem hjúkrunarforstjóri Landspítala eftir að eiginmaður hennar féll skyndilega frá í slysi.
-
Rapportið er hlaðvarp Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þáttastjórnendur fá til sín gesti úr röðum hjúkrunarfræðinga sem hafa sögur að segja af starfinu og einkalífinu. Einlægt spjall um fagið, áskoranir og lífið í öllum sínum litum.
Umsjónarkonur Rapportsins eru Edda Dröfn Daníelsdóttir og Sigríður Elín Ásmundsdóttir.
Version: 20241125
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.